Kröfum upp á um 370 milljarða króna var lýst í þrotabú Sparisjóðabankans (áður Icebank).

Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að stærstu einstöku kröfurnar hefðu komið frá fjármálaráðuneytinu, fyrir hönd ríkisins, upp á rúma 200 milljarða króna. Kröfunni hefur verið hafnað að svo stöddu.

Seðlabanki Íslands gerir kröfu upp á um 24 milljarða króna en henni hefur einnig verið hafnað að svo stöddu.

Krafa fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans er að langsamlega stærstum hluta vegna endurhverfra viðskipta Sparisjóðabankans við Seðlabankann fyrir hrun bankanna.

Fjármálaeftirlitið gerir kröfu í þrotabúið upp á um 26 milljónir króna einkum vegna starfs skilanefndarinnar