Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og Sparisjóðs Vestfirðinga.

Sparisjóðurinn í Keflavík tekur við öllum réttindum og skyldum SpHún og SpVF frá og með 1. júlí 2007 .

Forgangsútboði upp á 1.586.813.319 kr. að nafnverði lauk í desember. Góð þátttaka var í útboðinu, en alls skráðu stofnfjáreigendur sig fyrir um 98,5% af því stofnfé sem grunnréttur þeirra gaf rétt til. Um 92,3% stofnfjáreigenda nýttu rétt sinn til að taka þátt í útboðinu. Af þeim sem tóku þátt í útboðinu skráðu 69,7% sig fyrir hámarksrétti.