„Við erum á lokametrunum," segir Hrannar Már Hafberg, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, sem rannsakað hefur aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Um sjö stöðugildi hafa verið hjá nefndinni upp á síðkastið og renna ákveðin tímamót upp í vinnunni í lok þessarar viku og hætta þá nokkrir starfsmenn. Þeir sem eftir sitja munu klára verkið.

Alþingi samþykkti í júní árið 20011 að skipa nefnd sem ætlað væri að leita sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna. Í september í fyrra óskaði Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari sem var formaður nefndarinnar eftir lausn frá starfi og var Hrannar skipaður í hennar starf.

Hrannar segir vinnu nefndarinnar í samræmi við áætlanir. „Við gerðum ráð fyrir því að rannsóknarnefndin myndi ljúka störfum í haust og erum á fullu," segir hann.

Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið vinnu rannsóknarnefndarinnar í samræmi við áætlanir. Athugasemdaferli hafi staðið yfir auk þess sem töluverð vinna hafi farið í frágang og úrvinnslu á niðurstöðum.