Sparisjóður Norðfjarðar og Sparisjóður Bolungarvíkur hafa sent inn samrunaáætlun til hlutafélagaskrár vegna yfirvofandi samruna sparisjóðanna. Jón Gunnar Jónssonar, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með stærsta eignarhlutinn í sjóðunum tveimur fyrir hönd íslenska ríkisins, segir að greidd verði atkvæði um samrunann á aðalfundum sjóðanna sem væntanlega verða haldnir í lok júní. Gera má ráð fyrir að fleiri samrunar muni fylgja í kjölfarið.

Samkvæmt tilkynningunni sem send var til hlutafélagaskrár er það Sparisjóður Norðurlands sem tekur yfir Sparisjóð Bolungarvíkur og tekur því við öllum eignum og skuldum sjóðsins þegar samruninn verður staðfestur. Íslenska ríkið á einnig stóran eignarhlut í Sparisjóði Norðfjarðar og Sparisjóði Vestmannaeyja.

Til viðbótar þessum sjóðum eru fimm aðrir sparisjóðir starfandi í landinu. Eignir þeirra nema samtals um 56 milljörðum króna sem er innan við 2% af eignum bankakerfisins.