Sparisjóðirnir og MP banki hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að viðskiptavinir sparísjóðanna á höfuðborgarsvæðinu hafa frá síðustu mánaðamóti getað sótt sér þá þjónustu hjá MP banka sem þeir fengu áður hjá Byr.

Byr var áður með erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina og tók MP banki hana yfir við fall sparisjóðsins. Íslandsbanki keypti svo rekstur Byrs fyrir stuttu.

Fram kemur í tilkynningu frá sparisjóðunum að á meðal þeirrar þjónustu sem MP banki veitir nú eru erlendar símgreiðslur, kaup og sala á gjaldeyri, afgreiðsla á ferðamannagjaldeyri og afhending rafrænna skilríkja.