Skýrsla Rannsóknarnefndar alþingis um aðdragana og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna var kynnt á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Þar kom m.a. fram að heildarkostnaður ríkisins vegna falls sparisjóðanna hafi verið rúmlega 33 milljarðar - af langstærstum hluta vegna falls Sparisjóðs Keflavíkur.

Spurður að því hvað hafi komið mest á óvart við gerð skýrslunnar segir Hrannar Már Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, að það hafi verið hversu greinilegar kynslóðabreytingar voru við breytingar á regluverki Sparisjóðanna.

VB Sjónvarp ræddi við Hrannar.