Ásgeir Sólberg, sparisjóðsstjóri í Bolungarvík, hefur sagt upp. Fram kom í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Ásgeir hafi farið út fyrir heimildir sínar í starfi og veitt sjálfur lán sem honum hafi borið að leggja fyrir stjórn sparisjóðsins. Sparisjóðurinn lánaði tæpar 40 milljónir króna í erlendri mynt til félagsins H. H. til kaupa á rekstri og vörumerki þriggja pítsusstaða undir merkjum Hróa Hattar snemma árs 2007. Þá tók sparisjóðurinn ásamt öðrum þátt fleiri útlánum til sama eignarhaldsfélag og annars félags að auki, DGN ehf. Félögin urðu gjaldþrota og tapaði sparisjóðurinn 251 milljón króna.

Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að sparisjóðurinn hafi ekki skilgreint félögin tvö lengst af sem tengd félög þótt meirihlutaeigendur væru þeir sömu.

Fram kemur í umfjöllun RÚV að uppsögn sparisjóðsstjórans tengist sparisjóðaskýrslunni ekki beint. Haft er eftir Ragnari Birgissyni, stjórnarformanni sparisjóðsins, að uppsögnin tengist því að sparisjóðurinn sé að sameinast öðrum og aðeins gert ráð fyrir einum sparisjóðsstjóra.