Stjórnir Arion banka og Sparisjóðs Ólafsfjarðar hafa skilað inn samrunaáætlun félaganna til hlutafélagaskrá. Ef samruninn gengur eftir yfirtekur Arion banki Sparisjóði Ólafsfjarðar. Samrunaáætlunin er birt með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Hluthafafundur má vera haldinn í fyrsta lagi mánuði eftir birtingu auglýsingar um móttöku samrunaáætlunar og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir birtinguna. Uppgjörsdagur samrunans miðast við 1. janúar 2012 ef samruninn verður samþykktur og þá tekur Arion banki við öllum eignum og skuldum, réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjórðar. Sparisjóðurinn mun bera nafn Arion banka eftir samrunann.

Þess má geta að Arion banki reyndi að selja hlut sinn í Sparisjóði Ólafsfjarðar í september 2011 en engin tilboð bárust í hlutinn.