Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Vestmannaeyja nam 13,9% í árslok 2011 og er því undir 16% lágmarki sem Fjármálaeftirlitið hefur sett fjármálastofnunum. Sjóðurinn er í meirihluta eigu ríkisins.

Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri segir í samtali við Morgunblaðið, sem greinir frá málinu, að FME hafi þegar verið upplýst um stöðuna og málið í í ferli. Tap sjóðsins á síðasta ári nam um 166 milljónum, einkum vegna virðisrýrnunar eigna. Sparisjóðurinn hefur óskað eftir aðkomu Seðlabankans að málum, í ljósi tjóns vegna gengislánadóma Hæstaréttar.