Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar hefur stofnað hlutafélagið Sparisjóður Austurlands hf. Tilgangur félagsins er að yfirtaka rekstur Sparisjóðs Norðfjarðar ses., sem er sameignarfélag, „og rækja síðan á starfssvæði sínu þá starfsemi, sem sparisjóðum er heimil samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og starfsleyfi," að því er segir í Lögbirtingablaðinu.

„Aðalfundur verður boðaður á næstu misserum þar sem áformin verða kynnt með nánari hætti," segir Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar beggja félaga í samtali við Viðskiptablaðið.

Leita meiri sveigjanleika

Jón segir kröfu eigenda Sparisjóðs Norðfjarðar vera um aukinn sveigjanleika í tengslum við arðgreiðslur, sameiningar og aukningu hlutafjár. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 eru stærstu stofnfjáreigendur Ríkissjóður Íslands, sem á 49,5% og Fjarðabyggð, sem á 22,4%. „Við erum að gera sjóðinn þannig að það séu meiri möguleikar í framtíðinni að gera ráðstafanir, til dæmis ef sameiningar verða eða eitthvað svoleiðis."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Frestur til að skila tilboðum í St. Jósefsspítala, sem er metinn á 700-900 milljónir, er að renna út.
  • Hannes Hólmsteinn fjallað um bankahrunið og hugsanlegt lán Rússa til Íslands.
  • Áætlanir Verne Global gera ráð fyrir að gagnaverið þurfi 120 megavött af orku en það notar nú sjö.
  • Þrjú félög stefna á skráningu á aðallista Kauphallarinnar í ár.
  • VIRK starfsendurhæfingarstöð er með 2,3 milljarða varasjóð.
  • Íslendingar keyptu bíómiða fyrir 1,5 milljarða króna í fyrra.
  • Geta ríki orðið gjaldþrota og ef svo, hvenær fara þau í þrot?
  • Ný netlánafyrirtæki, svokölluð P2PL, lána einstaklingum og fyrirtækjum fé án milligöngu banka.
  • Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar, er í ítarlegu viðtali.
  • Fjórir félagar veiddu framandi fisktegundir á flugu við strönd Mexíkó.
  • Í ársbyrjun vilja margir koma mataræðinu á rétta braut.
  • Milljarðarnir í kringum Super Bowl.
  • Rætt við Ástu Þórarinsdóttur, sem er nýr stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.
  • Huginn og Muninn er á sínum stað auk Týs sem fjallar tjáningarfrelsi.