Á fundi stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar fyrr í dag var komist að samkomulagi við Björn Inga Sveinsson, sparisjóðsstjóra um að hann léti af störfum hjá Sparisjóðnum. Björn Ingi hefur þegar hætt störfum hjá sjóðnum segir í tilkynningu félagsins. Á sama fundi var ákveðið að ráða Magnús Ægir Magnússon sem sparisjóðsstjóra og mun hann taka við starfi sparisjóðsstjóra strax.

Magnús hefur starfað í sparisjóðakerfinu í um 20 ár, þar af síðustu 7 árin hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Magnús er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með próf sem löggiltur verðbréfamiðlari og framhaldsmenntum (MBA) frá Edinborgarháskóla.