*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 15. febrúar 2006 16:30

Sparisjóður Hafnarfjarðar kaupir 80% í Allianz Ísland

Ritstjórn

Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) hefur fest kaup á 80% hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hring, segir í fréttatilkynningu, en Hringur á allt hlutafé í Allianz Ísland hf., sem er söluumboð fyrir þýska trygginga- og sjóðastýringarfyrirtækið Allianz.

Kaupverð hlutarins var ekki gefið upp.

Í tilkynningunni segir að Allianz Ísland verður áfram rekið sem sjálfstætt félag. Meðeigandi SPH að félaginu er Sparisjóður Kópavogs (SPK) sem átt hefur 20% hlutafjár í Hring ? eignarhaldsfélagi um nokkurra ára skeið.

?Góð samvinna hefur í mörg ár verið á milli SPH og SPK og styrkja kaupin enn frekar samstarf sparisjóðanna,? segir í tilkynningunni.

?Með þessum kaupum eykst enn sú þjónusta sem viðskiptavinum SPH stendur til boða en sú þjónusta sem tryggingarfélög veita er tengd þeirri þjónustu sem bankar og sparisjóðir bjóða. Þá eru kaupin einnig liður í þeirri stefnu SPH að vera framsækið fjármálafyrirtæki. Með kaupunum á Allianz Ísland er skotið styrkari stoðum undir tekjumyndun Sparisjóðs Hafnarfjarðar.?

Allianz Ísland var stofnað árið 1994. Þar starfa í dag 17 manns auk 11 söluráðgjafa. Til viðbótar er félagið í samstarfi við fjórar tryggingamiðlanir. Helsta þjónusta sem Allianz Ísland veitir er: lífeyrissparnaður, viðbótarlífeyrissparnaður, líftryggingar, slysatryggingar og líftryggingar með söfnun og tryggðri endurgreiðslu.

Allianz býður einnig slysatryggingar með endurgreiddu iðgjaldi ásamt ávöxtun. Enn fremur býður félagið upp á margs konar sjóði og Forskot, sem eru barnatryggingar með söfnun og slysatryggingu