Sparisjóður Höfðhverfinga á Grenivík hefur óskað eftir framlagi úr ríkissjóði. Miðað við eiginfjárstöðu þeirra um síðustu áramót yrði fullt framlag til þeirra um 40 milljónir króna. Höfðhverfingar áttu hlut í Sparisjóðsbankanum sem að sögn Ingva Þórs Björnssonar sparisjóðsstjóra var afskrifaður um síðustu áramót.

Um síðustu áramót var stofnfé sjóðsins aukið sem Invi Þór sagði að hefði vonandi jákvæð áhrif á umsókn þeirra. Þess má geta að sjóðurinn hafði verið í sameiningarviðræðum við KEA alveg fram að hruni bankakerfisins síðasta haust.