Sparisjóður Norðlendinga, SPNOR, varð frá og með gærdeginum Byr sparisjóður. Hann er fjórði sparisjóðurinn til að taka upp merki Byrs.

Fjármálaeftirlitið samþykkti hinn 19. mars sl. að samruni sparisjóðanna tæki gildi frá og með 1. júlí 2007. Sameiningarferlinu lýkur endanlega í dag, 22. apríl, þegar samkeyrsla gagna spaarisjóðanna hefur farið fram.

Engin breyting verður á daglegum rekstri hvað viðskiptavini sparisjóðsins snertir, að því er fram kemur í tilkynningu. Byr á Akureyri verður í sama húsnæði og SPNOR hefur verið í að Skipagötu 9 og engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsliði sparisjóðsins, segir enn fremur í tilkynningunni