Smálánafyrirtækið Kredia fjármagnar lán sín í gegnum eigin sjóð auk þess sem þeir eru í viðskiptum við Sparisjóð Siglufjarðar. Að sögn Leifs A. Haraldssonar, framkvæmdastjóra Kredia, mun félagið fjármagna sig þar sem hagstæðustu kjörin bjóðast í framtíðinni en fyrst um sinn er treyst á viðskiptabanka félagsins sem er Sparisjóður Siglufjarðar.

Leifur sagði að félagið legði mikla áherslu á að vera með litla yfirbyggingu og þannig er bókhaldi félagsins úthýst. Sama á við um gerð reikninga og þjónustuver er rekið á Siglufirði. ,,Við reynum að hafa þetta eins einfallt og sjálfvirkt og hægt er,“ sagði Leifur.

Til að benda á fyrirkomulagið má benda á að hægt er að fá lánaðar 10.000 krónur og er borgað fyrir það 2500 krónur. Ef það hefur gengið getur viðskiptavinurinn fengið 20.000 krónur lánðara og þannig upp í 40.000 krónur en hærri lán fást ekki. Fylgst er með því á hverjum degi hvort menn eru komnir á vanskilaskrá. Fyrri það borga menn háa vexti, t.d. mun hærri vexti en af venjulegum yfirdráttarlánum.