Sparisjóður Siglufjarðar hefur samþykkt að kaupa og taka yfir yfir rekstur útibús Glitnis á Siglufirði, segir í fréttatilkynningu. Kaupverðið var ekki gefið upp.

?Markmið kaupanna er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en ljóst er að ekki er rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum," segir í tilkynningunni.

Sparisjóður Siglufjarðar yfirtekur samninga við starfsmenn útibúsins fyrir utan tvo starfsmenn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir. Stefnt að því að Sparisjóðurinn taki við rekstri útibúsins þann 26. júní næstkomandi.