Sparisjóðurinn í Keflavík og Íbúðalánasjóður hafa að undanförnu átt viðræður um sölu íbúðalána Sparisjóðsins, að verðmæti um 9,7 milljarðar, til Íbúðalánasjóðs.

Í tilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að þær viðræðum eru nú á lokastigi en þann 30. júní 2008 námu heildarútlán Sparisjóðsins í Keflavík 72 milljörðum króna.

Þá kemur fram að lánin verða seld á bókfærðu verði og fær Sparisjóðurinn í Keflavík greitt 80% af andvirði lánanna strax en 20% greiðast síðar. Þá mun sala íbúðalánanna engin áhrif hafa á eiginfjárstöðu Sparisjóðsins í Keflavík en styrkir aftur á móti lausafjárstöðu Sparisjóðsins.