Áætlanir SAS um að kynna sparnaðaráætlun á morgun sem mun meðal annars innihalda 15% launalækkun starfsmanna hefur komið mörgum í uppnám. Félag danskra flugmanna hafa lýst yfir áhyggjum sínum en þeir sömdu við félagið fyrir 3-4 mánuðum síðan. Þeir samningar voru til næstu fimm ára. Þetta segir Lars Bjørking, formaður félags danskra flugmanna, í viðtali við Danmarks Radio.

Sænska dagblaðið Expressen hefur haldið því fram að flugfélagið sé að stefna í þrot.