Ingólfur H. Ingólfsson tók rúmlega 30 milljóna króna lán í nafni einkahlutafélagsins Fjármál heimilanna árið 2007 til þess að stofna banka. Lánið er í erlendri mynt og stóð í lok árs 2010 eftir gengishrun í tæpum 90 milljónum króna. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif gengislánadómar hafa haft á það. Lánið bættist við einnar milljóna króna yfirdrátt Fjármála heimilanna. Skuldir félagsins námu 110 milljónum króna í lok árs 2010, samkvæmt síðasta birta ársreikningi.

Ingólfur er þekktastur fyrir það að hafa kennt fólki á námskeiðum Fjármála heimilanna um nokkurra ára skeið hvernig það getur greitt niður skuldir, stýrt neyslu sinni og sparað til þess að geta notið þess að eyða peningum.

Ingólfur segir lánið í skilum. Allt byggist á því að áætlanir um stofnun bankans gangi upp því aleiga hans sé undir, bæði hús og sparifé.

Nánar er fjallað um gengislán Ingólfs og Fjármál heimilanna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Sparksnillingar þróa fótboltaleik
  • Frímerkin komin yfir 100-kallinn
  • Enn um áhrif Exeter-dómsins
  • Hlutafjárútboð Regins
  • Allt um Smákranadóminn
  • Ítarlegt viðtal við Harald Benediktsson, formann Bændasamtakanna
  • Misdýrt er að búa í henni Reykjavík
  • Sparisjóðakerfið stendur á brauðfótum
  • Óðinn veltir krónunni fyrir sér
  • Viðskiptablaðið ferðast á flotpramma eftir Rín
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem skrifar um Jón Gnarr og kapítalistana
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...