Sífellt fleiri einstaklingar kjósa að bæta almennum sparnaði við viðbótarlífeyrissparnað sinn, eins og kom fram í sérblaði Viðskiptablaðsins um fjármál einstaklinga síðastliðinn þriðjudag, þar sem meðal annars var fjallað um lífeyrissparnað og annan sparnað. Hægt er að velja hefðbundna sparireikninga auk fjölmargra verðbréfasjóða sem bæði er hægt að fjárfesta í einstökum viðskiptum eða gerast áskrifandi að.

Í samtali við forstöðumenn greiningadeilda bankanna virðist vera að hagstætt sé fyrir einstaklinga að nýta sér núverandi stöðu á hlutabréfamörkuðum til að fjárfesta í peningamarkaðssjóðum, skuldabréfum og hefðbundnum sparibókum, ætli einstaklingar að ávaxta fé sitt.

Nánar er fjallað um málið í úttekt Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .