Norski fáninn
Norski fáninn
Ríflega helmingur Norðmanna á aldrinum 18-30 ára ætlar að spara meira á næsta ári en í ár, sem er mun hærra hlutfall en í öllum öðrum aldursflokkum af því er fram kemur í viðhorfskönnun á vegum Fokus Bank í Noregi.  Einungis þrír af hverjum hundrað Norðmönnum innan við þrítugt ætla ekki að spara á árinu. Í þeim aldurflokki eru hlutfallslega flestir sem segjast hugsa meira um að nota sparifé í húsnæði, frí og varaforða fremur en að byrja sparnað til efri áranna. Aðeins fimm af hundrað af Norðmönnun innan við þrítugt eru byrjaðir að leggja fyrir til eftri áranna er fram kemur á vef Landsstökum lífeyrissjóða.

Maria Setsaas, hagfræðingur í Fokus Bank, segir að ráðdeildarsömustu ungmennin leggi hart að sér og reyni jafnvel að eignast íbúðir á stúdentsárunum með aðstoð foreldra eða annarra náinna ættingja, taka íbúðirnar í gegn og leigja síðan út að hluta eða öllu leyti.