Greiningardeild Íslandsbanka segir spennu ríkja á vinnumarkaði sem endurspeglast í litlu atvinnuleysi og að líkur séu á launaskriði.

Bankinn segir að spennan auki einnig líkurnar á vaxandi verðbólguþrýstingi í hagkerfinu.

Samvæmt nýlegum tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi 1,4% í október. ?Atvinnuleysi, leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu, minnkaði á milli mánaða í október. Er það nú um 1,8% af vinnuafli og hefur minnkað mikið að undanförnu. Lítið atvinnuleysi er því einn þeirra þátta sem hvetja Seðlabankann til að sýna mikið peningalegt aðhald um þessar mundir," segir greiningardeild Íslandsbanka.

Atvinnuleysi er nú 1,4% á höfuðborgarsvæðinu en 1,5% á landsbyggðinni. Úti á landi er atvinnuleysið mest 2,5% á Norðurlandi eystra en minnst 0,6% á Austurlandi og Vesturlandi. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysið í nóvember breytist lítið og mælist á bilinu 1,3% til 1,6% af vinnuafli.