Fjárfestar bíða milli vonar og ótta hvort að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti ákvörðunarfundi á morgun. Wall Street Journal greinir frá.

Sérfræðingar búast við því að bankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum á morgun. Flestir telji þó að bankinn muni hefja hækkunarferli bráðlega og líklega fyrir áramót. Ef að bankinn hækkar ekki stýrivexti á morgun er aðeins einn ákvörðunarfundur fram að áramótum.

Seðlabankinn hefur nú ekki hækkað stýrivexti í samtals 112 mánuði, eða síðan júní 2006. Vandasöm ákvörðun liggur hjá bankastjóra Bandaríska Seðlabankans, Janet Yellen, að meta hvort að bandarískur efnahagur sé tilbúinn fyrir stýrivaxtahækkun. En sum af stærri fyrirtækjum Bandaríkjanna er að skila minni hagnaði og finna fyrir lækkkun í einkaneyslu.

Seðlabankinn var gagnrýndur fyrir að gefa misvísandi skilaboð fyrir vaxtaákvörðunarfund sem var í september, en markaðir voru mjög órólegir í kjölfar fundsins. Aukinn þrýstingur er því núna á bankanum að gefa skýr skilaboð til að róa markaði.

Hlutabréf og olía féllu bæði í verði í gær og er ástæðan rakin til óróleika í kjölfar fundarins.