Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að aflýsa fundi með Vladimir Pútin, forseta Rússlands, vegna ákvörðunar Rússa um að veita Snowden pólitískt hæli.

Obama ætlar hins vegar að mæta á fund svokallaðra G20 ríkja í Pétursborg. Talsmaður Hvíta hússins segir að sú ákvörðun að veita Snowdedn hæli hafi aukið á þá spennu sem verið hefur á milli Bandaríkjanna og Rússa.

Stjórnvöld í Rússlandi segja að ákvörðun Obama valdi þeim vonbrigðum en boð um tvíhliða viðræður á milli Obama og Pútin standi enn.

Snowden, sem var á mála hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hafa lekið upplýsingum um eftirlitskerfi bandarískra stjórnvalda í fjölmiðla.

Ítarlega er greint frá málinu á vef BBC.