Á morgun verða birt opinberlega álagspróf sem margir af stærstu bönkum Evrópu hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur. Evrópski seðlabankinn hefur yfirumsjón með álagsprófunum. Dow-Jones fréttaveitan greindi frá því í gær að forstjórar margra stærstu banka Evrópu, þar á meðal þýska bankans Commerzbank, spænsku bankanna Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA og Intesa Sanpaolo, og síðan svissneska bankans UniCredit, hafi sést á sveimi við höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.

Álagsprófin hafa valdið nokkrum titringi á fjármálamörkuðum að undanförnu. Vextir hafa hækkað, ekki síst þar sem búist er við að margir bankar standist ekki prófin.