Mario Draghi
Mario Draghi
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Mikill tritringur ríkir á fjármálamörkuðum og meðal stjórnmálamanna evrulandanna vegna þingkosninga í Grikklandi á sunnudaginn. Samkvæmt könnunum virðast þeir flokkar og pólitísk öfl hafa yfirhöndina sem eru ekki tilbúin til að ganga nógu langt til að að endurreisa grískt efnahagslíf. Er þá helst talað um skilyrði sem Grikkjum hefur verið sett fyrir alþjóðlegri aðstoð til að forðast algjört hrun sem muni hafa áhrif víðar í Evrópu.

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í dag að hann taldi hægt að ráða við ástandið sama hvernig kosningarnar færu. Leiðtogar stærstu iðnríkja heims, G20, fylgjast grannt með og einblína á að halda Grikkjum í evrusamstarfinu. Fulltrúar í atvinnulífinu eru samt áhyggjufullir og samkvæmt Financial Times seldi franski smásölurisinn, Carrefour, verslanir sínar í Grikklandi til fjárfestingarfélags.