Spennan í Úkraínu gæti stefnt efnahagslífinu í Evrópu í hættu. Þetta segir Mario Draghi, bankastjóri Seðlabankans í Evrópu. Hann segir að áhrifin á orkumarkaðinn yrðu líklegast lítil til að byrja með en gætu aukist. „Ef við hörfum á orkumarkaðinn næstu sex mánuði, þá yrðu áhrifin ekki mikil. Ef við horfum á áhrifin næstu 18 mánuðina þá gætu áhrifin orðið mikil,“ segir hann.

Draghi sagði líka að styrkleiki evrunnar hefði staðið í vegi fyrir tilraunum Seðlabanka Evrópu til þess að skapa stöðugleika á evrusvæðinu. Nýjar spár benda til þess að verðbólga á evrusvæðinu verði undir 2% að minnsta kosti til ársins 2017.

Telegraph greindi frá þessu.