Mörg þúsund hlutafjáreigendur Elisa eru nú mættir á hluthafafund félagsins sem hófst í íshöllinni í Helsinki kl. tvö að finnskum tíma. Lokað hefur verið fyrir viðskipti með bréf í Elisa í finnsku kauphöllinni á meðan á fundinum stendur.

Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors, vill fá menn í stjórn félagsins. Í frétt finnska blaðsins Hufvudstadsbladet segir að hópurinn sem styðji Novator og sá sem leggst gegn breytingum séu álíka stórir.