*

mánudagur, 22. júlí 2019
Erlent 20. september 2013 09:26

Spennandi kosningar í Þýskalandi á sunnudag

Mjótt er á mununum milli stjórnarflokkanna, sem eru til hægri, og vinstriaflanna í Þýskalandi.

Ritstjórn

Fyrir aðeins nokkrum dögum töldu flestir að Angela Merkel og flokkur hennar Kristilegir demókratar, CDU, og samstarfsflokkurinn Frjálsir demókratar ætti sigurinn vísann í þýsku þingkosningunum sem fara fram á sunnudag.

Ný könnun ZDF sjónvarpsstöðvarinnar sýnir að 40% styðja Merkel og flokk hennar og 5,5% styðja Frjálsa demókrata eða 45,5% stjórnarflokkana. 

Hins vegar styðja 44,5% vinstriflokkana. Jafnaðarmenn, SPD, fá 27% samkvæmt könnuninni, Græningjar 9% og Vinstriflokkurinn 8,5%.

Stjórnarmynstrið gæti því hæglega breyst. Margir þýskir fréttaskýrendur spá því að stóru flokkarnir, CDU og SPD, muni mynda samsteypustjórn.

Angela Merkel hefur verið kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005 og formaður Kristilegra demókrata frá apríl 2000 og þingmaður flokksins frá 1991, eða í 22 ár.