Bandaríkjamönnum sem þykir Ísland mjög heillandi ferðamannastaður hefur fjölgað í 49% í ár úr 37% árið 2012. Þetta sýna niðurstöður könnunar bandaríska rannsóknarfyrirtækisins Fluent fyrir Iceland Naturally, en Morgunblaðið vísar í könnunina i dag. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem þykir landið lítið heillandi i 10% úr 18%.

Nellie Gregorian, stofnandi Fluent, segir að fyrir 15 árum hafi landið ekki verið á kortinu hjá bandarískum ferðmönnum en nú sé stór hluti landsmanna opinn fyrir því að ferðast til Íslands.