*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 20. október 2019 12:58

Spilin velta 100 milljónum

Bæði velta og hagnaður Spilavina jókst um fimmtung á síðasta ári og nam hagnaður félagsins 5 milljónum króna.

Ritstjórn
Linda Rós Ragnarsdóttir (t.v) er helmingseigandi Spilavina sem reka verslun í bláu húsunum í Faxaflóa á móti framkvæmdastjóranum Svanhildi Evu Stefánsdóttir (t.h.) , en í versluninni er hægt að prófa spil og kaupa sem og haldin eru regluleg spilakvöld.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Spilavina jókst um 18% á síðasta ári, úr 3,9 milljónum í 4,6 milljónir króna, en félagið flytur inn og selur ýmiss konar leiki og borðspil.

Tekjur félagsins jukust um 22% milli áranna 2017 og 2018, úr tæplega 83,8 milljónum í 102,2 milljónir króna, meðan rekstrargjöldin jukust um tæplega 24%, úr 77,3 milljónum í 95,6 milljónir króna.

Eigið fé félagsins ríflega tvöfaldaðist á árinu, úr 3,6 milljónum í 8,2 milljónir króna, meðan skuldirnar jukust um rétt tæplega 3%, úr 26,2 milljónir í 26,9 milljónir króna. Þar með jukust eignir félagsins um nærri 18% líkt og hagnaðurinn, eða úr 29,8 milljónum í 35,1 milljón króna.

Handbært fé Spilavina jókst um rúmlega 13% á árinu, úr 15,9 milljónum í 18 milljónir króna. Svanhildur Eva Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins og helmingseigandi á móti Lindu Rós Ragnarsdóttur.