Ný spjaldtölva er væntanleg á markað. Hún er þó ekki af þeirri hefðbundnu gerð sem margir þekkja, eins og iPad frá Apple að Kindle Fire frá Amazon, heldur er þessi tölva ætluð yngri kynslóðinni.

Tölvan heitir Tabeo og á að kosta 150 bandaríkjadali eða rétt rúmar 18.000 krónur. Framleiðandinn er leikfangaverslunin Toys R Us sem með þessu hyggst ráðast í samkeppni við spjaldtölvurisana fyrrnefndu.

Tölvan þykir lýsandi fyrir samkepnnina um athygli yngstu kynslóðarinnar á þessu ört vaxandi markaði ef marka má frétt bandaríska dagblaðsins The Washington Post um málið. Tabeo er ætlað börnum, allt niður til fimm ára aldurs. Tölvan er afhent með nokkrum forritum sem ætluð er til fræðslu og menntunar auk svokallaðrar smáforritaverslunar, svipaðri þeirri sem iPad og Kindle notendur þekkja, þar sem yngri kynslóðin mun hafa takmarkaðan aðgang að hinum ýmsu leikjum og smáforritum.