Stjórn Sparisjóðsins í Keflavik hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að nýtt verði heimild laga og sparisjóðnum lagt til nýtt eigið fé sem nemur 20% af bókfærðu eigin fé eins og það var í árslok 2007.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðnum en samkvæmt samstæðu ársreikningi Sparisjóðsins í Keflavík nam eigið fé í árslok 2007 alls um 25,4 milljörðum króna.

Miðað við ákvæði áður nefndra laga og reglna er því heimilt að leggja sparisjóðnum til fjárhæð sem nemur tæpum 5,1 milljarði króna.