Sparisjóðurinn SpKef afskrifaði 7 milljarða síðustu tvö árin sem sjóðurinn starfaði og færði niður útlán fyrir rúma 18 milljarða. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en þetta er sagt koma fram í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir Fjármálaeftirlitið um SpKef.

Þá voru starfsmönnum oft lánaðar háar fjárhæðir. Til dæmis fékk þjónustufulltrúi í útibúi á landsbyggðinni 200 milljón króna lán sem nú hefur verið afskrifað. Þá fékk stjórnarmaður SpKef 800 milljón króna lán sem einnig hefur verið afskrifað.