Í yfirlýsingu frá SpKef Sparisjóði segir að frétt á vb.is um að Sparisjóðurinn í Keflavík geti ekki greitt innstæður samkvæmt Fjármálaeftirlitinu sé afar villandi og gæti leitt til misskilnings meðal viðskiptavina sparisjóðsins.

„Það er því nauðsynlegt að árétta að öll innlán úr gamla sparisjóðnum (Sparisjóðnum í Keflavík) voru flutt yfir í SpKef sparisjóð  við yfirtöku ríkisins og eru innlánin að fullu tryggð í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar 2009 sem síðan var staðfest í desember sama ár," segir í yfirlýsingunni.