Stjórn SpKef sparisjóðs hefur ráðið Mjöll Flosadóttir í stöðu innri endurskoðanda Sparisjóðsins. Hún tekur við af Evu Stefánsdóttur sem senn fer í barneignarleyfi.

Mjöll hefur undanfarin ár starfað sem innri endurskoðandi hjá Byr. Einnig hefur hún gengt starfi framkvæmdarstjóra Byrs Verðbréfa og Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna. Áður starfaði Mjöll við ýmis störf hjá Sparisjóði Hafnafjarðar, til að mynda stöðu innri endurskoðanda, forstöðumanns áhættustýringar og var aðstoðarmaður sparisjóðsstjóra.

Mjöll lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og löggildingu í verðbréfamiðlun árið 1994.