Sæplasti hf. hefur verið breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag en hluthafi í félaginu er einungis einn, Atorka Group hf. Jafnframt hefur nafni félagsins verið breytt úr Sæplast hf. í Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Á undanförnum árum hefur félagið starfað sem eignarhaldsfélag og hefur tilgangi félagsins verið breytt í samræmi við það og er hann nú ?Tilgangur félagsins er hvers kyns eignarhald á hlutum í félögum og hvers konar önnur starfsemi sem heimil er lögum samkvæmt".

Vörumerkið ?Sæplast" er í eigu Promens hf. og verður áfram notað við sölu- og markaðssetningu á tvíveggja einangruðum kerjum fyrir matvælaiðnað og fyrirtæki sem framleiða kerin munu áfram ber Sæplast nafnið.

Þá hefur Eignaðhaldsfélagið Bolar ehf. selt Sæplast Canada Inc. til Promens hf. Söluverðið var byggt á verðmati sem framkvæmt var af fjármálaráðgjöfum hjá PriceWaterhouseCoopers. Eigarhaldsfélagið Bolar ehf. á eftir söluna tvö dótturfélög Sæplast Ålesund AS og Sæplast Norge AS.