Umsókn um greiðslustöðvun Sparisjóðs Mýrasýslu var fyrir skömmu lögð fram hjá Héraðsdómi Vesturlands og hefur verið samþykkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en eins og Eins og greint var frá í fréttatilkynningu þann 6. apríl síðastliðinn hugðist stjórn SPM sækja um greiðslustöðvun fyrir sparisjóðinn og ganga til nauðasamninga á grundvelli samkomulags við helstu lánardrottna sjóðsins.

Greiðslustöðvunin gildir í þrjár vikur. Umsjónarmaður í greiðslustöðvun er Sigurður Arnalds hæstaréttarlögmaður.