Greiðslustöðvun Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) var í dag framlengd til 30. Júní en eins og greint var frá í lok apríl fékk SPM greiðslustöðvun í þrjár vikur.

Fram kemur í tilkynningu að tilgangur greiðslustöðvunarinnar er undirbúa nauðasamninga við lánadrottna á grundvelli samkomulags við helstu lánadrottna sjóðsins. Umsjónarmaður í greiðslustöðvun er Sigurður Arnalds hæstaréttarlögmaður en lánardrottnum verða kynnt drög að nauðasamning fyrir SPM á næstu dögum.

Ef nauðasamningar nást er stefnt að sameiningu SPM og Nýja Kaupþings banka hf.