Bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hefur nú sent beiðni um heimild til að leita nauðsamninga um gjaldþrotaskipti.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Sem kunnugt er skipaði Fjármálaeftirlitið bankanum bráðabirgðastjórn í byrjun júlí.

Eins og fram kom á fundi bráðabirgðastjórnar með kröfuhöfum þann 22. september sl. ráðgerði bráðabirgðastjórn að óska eftir heimild héraðsdóms til að leita nauðasamninga fyrir SPM ef nægilegur fjöldi kröfuhafa veitti meðmæli með nauðasamningsumleitunum.

Tilskilinn fjöldi kröfuhafa bæði að fjárhæð og fjölda hefur nú veitt meðmæli fyrir því að óskað verði heimildar til nauðasamninga á grundvelli þess frumvarps er kynnt hefur verið kröfuhöfum.

Beiðnin var tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Verði sparisjóðnum veitt heimild til að leita nauðasamninga framlengist umboð bráðabirgðastjórnar SPM þar til einn mánuður er liðinn frá því þeirri heimild lýkur.