Yfirvöld á Spáni hafa gengið lengst allra ríkisstjórna í að hvetja til notkunar sólarorku til raforkuframleiðslu. Fyrirtækið Gloria Casa, sem á Íslandi er þekktast fyrir sölu fasteigna á Spáni, hefur haft milligöngu um fjárfestingar í sólarraforkuverum á Spáni, en spænska ríkið er skuldbundið samkvæmt lögum til að greiða fimmfalt gangverð fyrir rafmagn sem þannig er unnið.

Rætt er við Valdemar Gísla Valdemarsson hjá Gloria Casa í Viðskiptablaðinu.