Spænska iðnaðarsamsteypan Grupo Ferrovial hefur áhuga á að kaupa breska flugvallarrekstrarfélagið BAA, segir í frétt BBC. En BAA segist ekki enn hafa fengið kauptilboð frá spænska félaginu.

BAA rekur þrjá flugvelli í London ? Heathrow, Gatwick og Stansted ? ásamt því að reka flugvelli í skosku borgunum Glasgow, Edinborg, Aberdeen og ensku borginni Southhampton.

Gengi bréfa BAA hækkaði um 20% í kjölfar tilkynningar Ferrovial, sem á helmingshlut í flugvellinum í Bristol í Bretlandi og rekur einnig Belfast-flugvöllin á Norður-Írlandi.

Töluverð samþjöppun hefur verið á eignarhaldi flugvalla í Evrópu, sem flestir hafa verið einkavæddir.