Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi félagsins, frá 1. apríl 2014 til 30. júní 2014, nam 139,7 milljónum króna. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 109,9 milljónum króna.

Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrri helmingi ársins, frá 1. janúar 2014 til 30. júní 2014, nam 178,6 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 109,9 milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins að greiðsluflæði gefi hins vegar betri mynd af gangi félagsins þar sem verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifist til greiðslu fram til loka lánstímans á árinu 2018. Um 629 milljónir króna voru greiddar í afborganir og vexti á tímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2013 og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 31. desember 2013 líkt og lánssamningar gera ráð fyrir.

Rekstrarkostnaður fyrirtækisins án afskrifta fyrstu sex mánuði ársins nam 164 milljónum króna og lækkar um 13 milljónir frá árinu áður. Afskriftir á tímabilinu námu 59 milljónum króna.