Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöngin, skilaði 238 milljóna króna hagnaði í fyrra, en árið áður nam hagnaður félagsins 280,7 milljónum króna. Samanburður milli ára er þó ekki alveg tækur því ársreikningur fyrir árið 2011 náði frá 1. október 2010 til 31. desember 2011 og var það rekstrarár því þremur mánuðum lengra en síðasta rekstrarár.

Rekstrarhagnaður Spalar nam 600 milljónum króna í fyrra og hagnaður fyrir skatta nam 353,7 milljónum. Tekjuskattur nam 115,6 milljónum króna.

Eignir lækkuðu eilitið á árinu og fóru úr 4.793,8 milljónum króna í 4.724 milljónir. Skuldir lækkuðu þó töluvert meira eða úr 4.079, milljónum í 3.820,6 milljónir. Er lækkunin nær öll skuldabréfalánum, sem lækkuðu um einar 400 milljónir milli ára. Eigið fé félagsins er 903,5 milljónir króna.

Greiddur arður á þessu ári mun nema 44 milljónum króna.