*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 28. ágúst 2018 12:54

Spölur tapar 1,8 milljörðum króna

Spölur tapaði 1,8 milljörðum króna á fyrri helmingi þess árs samanborið við 307 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
Spölur sá um framkvæmd Hvalfjarðarganganna.
Aðsend mynd

Spölur tapaði 1.836 milljónum króna á fyrri helmingi þess árs samanborið við 307 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu. Tap annars ársfjórðungs þessa árs nam 1,9 milljörðum króna en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 199 milljónum króna. 

Eignir félagsins í lok júní námu um 2,6 milljörðum króna en eigið fé var 1,4 milljarðar króna. Skuldir félagsins voru samtals 1,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið var 54,06%. Spölur ehf. er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. 

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð sé sú sama og tekjur heldur meiri en áætlanir fyrir fyrstu 6 mánuði rekstrarársins gerðu ráð fyrir. Á grundvelli ákvörðunar ríkisins á fyrri hluta ársins 2018 eru veggöngin ásamt tilheyrandi mannvirkjum færð niður í afhendingarverðmæti til ríkisins á tímabilinu 1. janúar 2018 til áætlaðs afhendingardags. Afskriftir ársins 2018 breytast til samræmis.

Stikkorð: Uppgjör Spölur