Nú má finna sporðdreka og engisprettur á matseðlum fínni veitingastaða í Frakklandi. Í bæði Nice og París má finna staði sem bjóða upp á skordýr og meðlæti á matseðlinum.

Ég fékk áhuga á þessum vegna óvenjulegs bakgrunns míns. Ég er lærður kokkur en ég lærði líka stjórnmálafræði og félagsfræði, segir Elie Daviron, 26 ára kokkur, í samtali við BBC .

Hann segir að verkefnið sem hann fáist við sé annars vegar að finna nýjar fæðutegundir sem heimsbyggðin geti nýtt sér. „Á hinn bóginn er það síðan mikil áskorun að láta slíkan mat líta vel út og bragðast vel,“ segir Daviron.

Daviron segir að flestir panti nýju skordýraréttina til að prófa eitthvað nýtt. Eftir því sem fólk drekki meira þeim mun meira panti þeir af þessum framandi réttum.