Tæplega 35,5 milljóna króna tap var af rekstri átöppunarfyrirtækisins Iceland Glacier Wonders ehf. í Vestmannaeyjum. Samkvæmt ársreikningnum var framkvæmdastjóri Iceland Glacier Wonders hollenski fjárfestirinn Otto Spork sem árið 2007 tryggði félaginu Iceland Glacier Productssamning um nýtingu vatns til 95 ára við Snæfellsbæ og áformaði að selja vatn frá Rifi. Spork, dóttir hans og mágur voru árið 2010 sökuð um fjármálamisferli í tengslum við rekstur fjárfestingarsjóðs í Kanada sem átti hlut í vatnsfyrirtækjum hér.

Spork gat ekki staðið við sitt og missti félagið vatnsréttindi sín til breskra fjárfesta. Spork var í júní í fyrra sektaður um eina milljón dala vegna málsins og til endurgreiðslu 6,4 milljóna dala sem sjóðurinn hafði innheimt í þjónustugjöld. Annað þeirra, Iceland Global Water 2 Partners, er skráður eigandi að átöppunarverksmiðjunni í Vestmannaeyjum.