*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 27. maí 2018 09:20

Sports Direct hagnast um 135 milljónir

Rekstrarfélag Sports Direct á Íslandi hagnaðist um 135 milljónir á síðasta rekstrarári samanborið við 69 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

NDS ehf., rekstrarfélag íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi, hagnaðist um 135,3 milljónir króna á síðasta rekstrarári (maí 2016 til apríl 2017) samanborið við 69 milljónir árið áður.

Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og rekstrargjöld námu 919,4 milljónum. Rekstrarhagnaður nam rúmlega 169 milljónum. Í lok apríl námu eignir 393,4 milljónum og var eiginfjárhlutfall 47,4%.

Sports Direct, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mike Ashley, keypti í vetur 60% eignarhlut Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar og fjölskyldu í verslun Sports Direct á Íslandi.

Stikkorð: Sports Direct uppgjör