Sports Direct, breska íþróttavöruverslanakeðjan, hefur keypt sig inn í finnska íþróttavöruframleiðandann Amer Sports á nýjan leik, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

"Breska keðjan er komin með 4,96% hlut sem metinn er á 4,6 milljarða. Bréfin voru keypt á 13,5 evrur á hlut en í nóvember seldi Sports Direct 16% hlut í Amer á 19 evrur á hlut," segir greiningardeildin.

Novator Finland Oy, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, tilkynnt í dag um að það eigi 20,3% í Amer Sports.

Meðal vörumerkja Amer Sports eru Salomon,  Wilson og Atomic. Auk Precor, Suunto, Mavic og Arc'teryx.