Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct undirbýr nú kaup á 60 verslunum eins helsta samkeppnisaðilans JJP Sports. JJP Sports, sem áður var í eigu Exista, fór í greiðslustöðvun í upphafi vikunnar.

Gangi kaupin eftir munu 1.500 manns halda starfi sínu samkvæmt vef breska blaðsins Telegraph.

Eigandi Sports Direct er sem kunnugt er Mike Ashley, sem jafnframt er eigandi enska knattspyrnuliðsins Newcastle United. Ashley hefur áður lýst því yfir að hann hyggist kaupa hluta af starfsemi JJB Sports sem lengi hefur átt í rekstrarerfiðleikum.

Samkvæmt frétt Telegraph er talið að hann muni greiða um 30 milljónir Sterlingspunda fyrir verslanirnar.